Ásta Fanney Sigurðardóttir

Ásta Fanney Sigurðardóttir er fædd árið 1987. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík og námi í myndlist frá Listaháskóla Íslands. Ásta hefur birt ljóð í tímaritinu Stínu og í kvæðasöfnunum Ljóð í leiðinni: Skáld um Reykjavík og Þokulúður. Hún er ein af stofnendum Kunstschlager gallerís í Reykjavík.

Fyrsta ljóðabók Ástu, Herra Hjúkket (2012), kom út í seríu Meðgönguljóða. Henni var ritstýrt af Valgerði Þóroddsdóttur.

 

Heimild: Vefsíða Partusar

 

Ásta Fanney Sigurðardóttir

    • 2019  Eilífðarnón
    • 2017  Kaos Lexicon (bókverk)
    • 2012  Herra Hjúkket