Ásta Björk Sveinbjörnsdóttir

Ásta Björk Sveinbjörnsdóttir fæddist í Reykjavík árið 1952. Árið 1972 lauk hún prófi frá Kennaraskóla Íslands og hóf starfsferilinn sem kennari í Austurbæjarskóla sama ár. Hún lauk BA-prófi í íslenskum fræðum frá Háskóla Íslands 1999 og M.Paed-prófi frá sama skóla 2003. Ásta Björk kenndi við Fellaskóla í Reykjavík í 24 ár og við Fjölbrautaskólann við Ármúla í 16 ár, þar sem hún kenndi bæði við dagskólann og í fjarnámi ásamt því að vera kennslustjóri nýbúadeildar.

 

Ásta Björk stundar meistaranám í ritlist við Háskóla Íslands. Ljóðabók hennar sonur kom úr í september 2013 en þar yrkir hún um missi sonar síns. Einnig hafa birst eftir hana smásögur og ljóð í bókinni Í hverju ertu sem kom út árið 2017.

Ásta Björk Sveinbjörnsdóttir

    • 2020 Ísblá birta
    • 2013 sonur

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband