Ásdís Jenna / Blær Ástríkur

Blær Ástríkur Stefán Ástuson Ástráðsson táknmálsfræðingur, sem áður hét Ásdís Jenna Ástráðsdóttir, lést að heimili sínu í Kópavogi 16. janúar 2021. Blær fæddist árið 10. janúar 1970, barn hjónanna Ástráðs B. Hreiðarssonar læknis (f. 1942) og Ástu B. Þorsteinsdóttur hjúkrunarfræðings (1945-1998). Sonur Ásdísar Jennu og Kevins Bugggle er Adam Ástráður.

 

Blær var fjölfatlaður en lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð árið 1992 og var eftir það í um eitt ár við nám í lýðháskóla í Danmörku, og bjó þar í landi með foreldrum sínum fyrstu tíu árin. Blær lauk BA námi í táknmálsfræði við Háskóla Íslands. Þá las Blær á sínum tíma fötlunarfræði við HÍ. Síðustu ár var Blær svo í námi við lagadeild Háskólans á Bifröst. 

 

Blær var mikill baráttumaður fyrir réttindum fólks með fötlun, skrifaði greinar í blöð og tímarit og sinnti auk þess kveðskap, meðal annars kom út ljóðabókin Ég hugsa eins og þið (1990).

 

Í ritdómi um bókina segir m.a. „Hún hefur ekki stjórn á hreyfingum handa og fóta, en stjórnar rafmagnshjólastól og ritar á tölvu með því að styðja á takka með hökunni." Það þarf talsverðan kjark og þrautseigju til að yrkja við þær aðstæður sem Ásdís Jenna býr við, þegar hugurinn er svo langt á undan öllum hreyfingum, líkaminn virðist dragbítur á alla hugsun. Ásdís Jenna yrkir vitaskuld mikið um aðstæður sínar og hún gerir það beiskjulaust. Sorg hennar og örvænting er tær.... Einlægur tónn ljóðanna í þessari bók og ást höfundarins á íífinu og mönnunum eru atriði sem gaman væri að sjá oftar í íslenskum Ijóðum — einkum séu þau sett fram væmnilaust einsog hér. Fötlun er engin trygging fyrir því að menn læri að meta lífið. En þegar hún gerir það er ástin skilyrðislaus.“

 

 

 

 

 

Ásdís Jenna / Blær Ástríkur

    • 1990 Ég hugsa eins og þið

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband