Ásdís Ingólfsdóttir

Ásdís Ingólfsdóttir er fædd árið 1958. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð, BS-prófi í jarðfræði og meistaraprófi í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands. Ásdís starfaði sem blaðamaður á Morgunblaðinu og hefur gefið út prjónablað og námsbækur í náttúru- og efnafræði ásamt öðrum.

 

Hún hefur birt ljóðaþýðingar í Stínu og Tímariti Máls og menningar og ljóð hennar og smásögur hafa birst í enskum þýðingum. Einnig hafa birst smásögur eftir hana í bókunum Tímaskekkjur (2016) og Drama (2017).

 

Ásdís nam ritlist við Háskóla Íslands. Fyrsta ljóðabók hennar er Ódauðleg brjóst sem kom út hjá Partusi í lok febrúar 2018. 

 

Heimild: Vefsíða Partusar

 

Ásdís Ingólfsdóttir

    • 2018  Eftirskjálftar
    • 2018 Ódauðleg brjóst
  • Tilnefningar

    • 2019 Maístjarnan: Ódauðleg brjóst