Ásdís Halla lauk B.A. prófi í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands árið 1991 og meistaragráðu í opinberri stjórnsýslu frá Harvard háskóla vorið 2000. Að námi loknu starfaði Ásdís Halla sem blaðamaður hjá Morgunblaðinu.
Ung hóf hún afskipti af stjómmálum. Aðeins 15 ára var hún orðin virk innan Sjálfstæðisflokksins á Akranesi og tók þátt í stúdentapólitíkinni á háskólaárunum. Hún varð formaður Sambands ungra Sjálfstæðismanna árið 1997 og þar með fyrsta konan til að verða formaður í 70 ára sögu SUS. Hún er líka fyrsta konan sem gegnir embætti formanns Frjálsíþróttasambands Íslands frá því sambandið var stofnað.
Ásdís Halla er fyrrum bæjarstjóri í Garðabæ, var forstjóri BYKO, í stjórn Árvakurs og er með mikil umsvif í viðskiptalífinu, einkum á sviði einkavæðingar í heilbrigðisþjónustu.
Bækur hennar Tvísaga og Hornauga fjalla um dramatíska fjölskyldusögu hennar.
Ásdís Halla er gift Aðalsteini Jónassyni lögfræðingi og eiga þau tvo syni.
Ljósmynd: Viðskiptablaðið
Ásdís Halla Bragadóttir
- 2020 Ein, sönn saga
- 2018 Hornauga
- 2016 Tvísaga, móðir, dóttir, feður
- 2000 Í hlutverki leiðtogans, líf fimm forystumanna í nýju ljósi
2016 Tvísaga tilnefnd til bóksalaverðlaunanna