Ása Sólveig

Ása Sólveig Guðmundsdóttir fæddist í Reykjavík 12. janúar árið 1945 og lést þann 10. desember 2015. Hún ólst upp með móður sinni, fósturmóður og ömmu. Hún var aðeins 17 ára þegar hún giftist og átti 3 börn á 6 árum en skildi síðar við eiginmann sinn og barnsföður. Hún vann ýmis störf en vann lengst af sem prófarkalesari á Morgunblaðinu. 

 

Ása Sólveig vakti fyrst athygli með leikritagerð fyrir sjónvarp þegar leikrit hennar Svartur sólargeisli var tekið til sýningar árið 1973 en leikritið fjallaði um kynþáttafordóma í Reykjavík. (Nordic Women's Litterature) Hún hefur skrifað fleiri leikrit bæði fyrir sjónvarp og útvarp en hún er þekktust fyrir skáldsögur sínar; Einkamál Stefaníu sem kom út 1978 og Treg í taumi frá árinu 1979. Sögur hennar vöktu mikla athygli á sínum tíma en báðar fjalla þær um yfirborðskennt og brotið heimilislíf þar sem aðstæður kvenna eru í forgrunni.

 

Ása Sólveig hlaut Menningarverðlaun Dagblaðsins fyrir Einkamál Stefaníu árið 1978 og var tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs fyrir sömu bók.

 

Mynd af Ásu Sólveigu: Dagblaðið, 26.02.1979.

 

Ása Sólveig

  • 1995 Systir sæl og bless (útvarpsleikrit)
  • 1984 Nauðug viljug (sjónvarpsleikrit)
  • 1980 Hvað á að gera við köttinn (útvarpsleikrit)
  • 1980 Næturþel (útvarpsleikrit)
  • 1979 Gæfusmiðir (útvarpsleikrit)
  • 1979 Treg í taumi (skáldsaga)
  • 1978 Einkamál Stefaníu (skáldsaga)
  • 1975 Ef ekki í vöku þá í draumi (útvarpsleikrit)
  • 1974 Elsa (sjónvarpsleikrit)
  • 1973 Svartur sólargeisli (snjónvarpsleikrit)
  • 1973 Gunna (útvarpsleikrit)
 • 1978 Menningarverðlaun Dagblaðsins fyrir Einkamál Stefaníu

  1978 Tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

 • Black Facebook Icon
 • Black Twitter Icon
 • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband