Ása Marin Hafsteinsdóttir

 

Ása Marin fæddist 26. júní árið 1977 og ólst upp í Hafnarfirði, þar er hún enn að alast upp. Hún gekk í Öldutúnsskóla öll grunnskólaárin og fór svo í Verzlunarskóla Íslands. Þaðan lá leiðin í Kennaraháskóla Íslands, þaðan sem hún útskrifaðist með B.ed. gráðu og kennsluréttindi á grunnskólastigi. Í Verzlunarskólanum kynntist hún Ljóðdrekum og breyttist leirburður hennar í læsilegri kveðskap. Við útskrift gaf hún út ljóðabókina Búmerang. Síðan þá hafa komið út tvær ljóðabækur, eitt smásögusafn ásamt fjórum öðrum konum, ein nóvella og tvær skáldsögur. Frá árinu 2013 hefur hún einnig sameinað rithæfni sína og kennaramenntun og skrifað námsefni fyrir mið- og unglingastig.

 

Frekari upplýsingar um Ásu Marin er að finna á heimasíðu hennar www.asamarin.is.

 

 

 

 

 

Ása Marin Hafsteinsdóttir

  • 2021  Yfir hálfan hnöttinn
  • 2019   Leynifundur í Lissabon
  • 2016    Og aftur deyr hún
  • 2015    Vegur vindsins – buen camino
  • 2013     Bláar dyr
  • 2009    Að jörðu
  • 1997     Búmerang 

   

  Auk þess á Ása Marin ljóð í eftirfarandi verkum:

  2001                Ljóð ungra skálda 

  2000                Wortlaut Island

  2000                Bók í mannhafið 

  1998                Nema ljóð og sögur III og IV

  1994                Ljóðdrekar V