SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Magnea Þuríður Ingvarsdóttir 6. mars 2024

HVAÐ SEGIR FORMÁLINN?

Árið 1950 kom út lítil falleg ljóðabók sem ber heitið ,,Vor að Skálholtsstað". Ljóðabók sem lætur ekki mikið yfir sér, hefur aðeins að geyma 104 blaðsíður með 21 ljóði.

Bókin kom út í Reykjavík og var kostuð af höfundinum henni Báru Bjargs en það var skáldanafn Bryndísar Jónsdóttur.

Bryndís Jónsdóttir Bachmann (1886-1973)  var gift Grími Ásgrímssyni, f. 13.4. 1880, d. 29.8. 1973, steinhöggvara í Reykjavík og systir Hallgríms ljósameistara, föður Helgu Bachmann leikkonu. Bryndís var dóttir Jóns Bachmann, bónda í Steinsholti, bróður Borgþórs, föður leikkvennanna, Önnu, Þóru og Emelíu Borg.

Hún lét eftir sig handrit og ljóð og skjöl, t.d. Í hug mér vakir saga. Störf og ævi Gríms Ásgrímssonar 13. apríl 1880-29. ágúst 1973 og Ævi Hallfríðar Einarsdóttur (1859-1937) sem var móðir hennar.  Skjalasafn Bryndísar er aðgengilegt hjá Kvennasögusafninu.

Það sem er svo fallegt og áhugavert er að herra Sigurbjörn Einarsson biskup ritar formála í bókina og fer það svo einstaklega vel úr hendi að ekki er annað hægt en að bæði dáðst að og setja fram.

Þannig var að Skálholtskirkja átti í vök að verjast og þörf var á að reisa við aftur. Bára var áhugamanneskja um þennan helga stað og færði kirkjunni bókina.

Formálinn

Í formálanum eru þessi orð: Minningar Skálholts hafið vakið þessi ljóð. Minningar Skálholts eru hið allra helgast í musteri íslenzkrar sögu. Þeim helgi dómi er þessi sveigur fléttaður. Þetta kver ber með sér að höfundur þess hefur í ást og lotningu hlustað eftir fótataki farinna kynslóða sem sköpuðu og lifðu sögu í Skálholti. En það ber einnig með sér sársauka yfir þeirri tröðkun helgar þjoðminninga, sem afræksla og niðurníðsla Skálholt táknar".

,,Þessi ljóð eru líka fædd af þeirr ósk, að þar verði bót á ráðin".

Sigurbjörn segir m.a. ,,Íslenzka konan geymdi bezt það, sem þjóðin átti dýrmætast, trúna og tunguna. Í hennar vörzlu fyrst og fremst var og er sá arfur, sem felur í sér rök sjálfstæðrar þjóðartilveru og rætur vaxandi landsgiptu. Konur Íslans munu leggja drýgstan skerf til viðreisnar Skálholts hins helga". Þá segir ennfremur ,,Þessi ljóð eru mér vísbending og fyrirheit um það. Höfundur þeirra vill með þeim tjá tilfinningar sínar til hins afrækt, helga stðar. Hún vill jafnframt með þeim stuðla að vakningu þjóðarinnar um endureeisn hans og afla skers í viðreisnarsjóðinn. Fyrir hönd Skálholtsfélagsins vil ég votta henni þakkir fyrir þennan hug sinn og óska þess, að allir vinir Skálholts taki þessum ljóðum vel. Megi rætast vonin um nýtt vor yfir Skálholtssað"

Ljóð

Ljóðin eru vel ort dýrum bragarháttum og eru tileinkum Þórði Daðasyni og oftar en ekki er orðunum beint til hans. 

Raunabót
 
Þjökuð sat við sorgar-óm
svanni" í biskups inni.
Barna sinna bros og róm
bar hún vel í minni.
 
Eyðir tíð við suamasýsl.
Svíður tár á hvarmi.
Orðin frúar eins og hvísl.
Augun þreytt af harmi.
 
Síðsta leiðið signdi hún
sinna kæru barna.
Oft við dauðans dimmu rún
daprast vonarstjarna.
 
Nú var góðra gesta von.
Glaðna myndi hagur.
Henni dóttur sætan son
sendi þessi dagur.
 
Þerrar hvarminn hringarein.
Hlýjar vonin blæinn.
Særðu hjarta sólin skein.
Sveinninn gekk í bæinn.
 
Eru kominn inn til mín
elskulegi vinur?
Ó eg þekki augun þín!
-En í hljóði stynur.
 
Strauk hans ljósa lokka þá
léttri, mjúkri hendi,
og með hjarnæmt bros á brá
bæn til hæða sendi.
 
Mikli faðir, mildigjarn,
mæðan veittu linni.
Gefðu þetta blessað barn
bægi hugraun minni .
 
Útlit þessa unga manns
engu spáði hörðu,
þar sem augun heiðu hans,
henni móti störðu.
 
Mætti vera hlutverk hans
harmi þungum eyða.
Var sem geisli ljóssins lands
litla barnið þreyða.
 
Þeirrar björtu bernskuspor
birtast huga mínum,
eins og frúin von og vor
vefji örmum sínum.
 
Sýnist bænin bljúga veitt,
blómið unað geymdi.
Huggun færði henni eitt.
Hinum ei þó gleymdi.
 
Hvort hann brosti, las eða lék,
ljósið, henni senda,
glaður húmi vetrar vék
vífs til leiðarenda.
 

 

Skáld.is (skald.is)

(4) Bára Bjargs er afmælisbarn dagsins.... - Tófan - Ljóða og fræðasetur | Facebook

 

 

 

Tengt efni