SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Jóna Guðbjörg Torfadóttir30. janúar 2020

Bergrún Íris sópar til sín verðlaunum

Bergrún Íris Sævarsdóttir hefur nú ratað í skáldatalið okkar og eru þær þá orðnar 315 talsins konurnar í gagnabankanum okkar. Bergrún Íris hefur sópað til sín verðlaunum að undanförnu og hlaut hún verðlaun fyrir báðar bækurnar sem hún sendi frá sér á síðasta ári. Kennarinn sem hvarf hlaut Fjöruverðlaunin - bókmenntaverðlaun kvenna og Lang-elstur að eilífu fékk Íslensku bókmenntaverðlaunin. Bergrún Íris er þó ekki aðeins flinkur rithöfundur heldur er hún einnig mjög drátthög og hefur hún annast myndskreytingar fjölda bóka.

 

Myndin af Bergrúnu Írisi er fengin af síðu Bókabeitunnar