SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Jóna Guðbjörg Torfadóttir22. janúar 2024

LJÓÐSTAFUR JÓNS ÚR VÖR

Í gær hlaut Vala Hauksdóttir Ljóðstaf Jóns úr Vör fyrir ljóð sitt Verk að finna. Fleiri hlutu verðlaun á hátíðinni því Elísabet Dröfn Kristjánsdóttur hlaut önnur verðlaun, fyrir ljóðið Skyggnishnignun, en einnig nældi hún sér í sérstaka viðurkenningu fyrir ljóðið Straumönd. Í þriðja sæti var Ragnheiður Harpa Leifsdóttir með ljóðið Deig.

Sex skáld fengu sérstakar viðurkenningar fyrir ljóð sín. Áðurnefnd Elín Elísabet Einarsdóttir fyrir Straumönd, Draumey Aradóttir fyrir ljóðið Í móðurkviði, Halla Þórðardóttir fyrir Stríðsyfirlýsingu, Jón Knútur Ásmundsson fyrir ljóðin Fálæti og Legið yfir gögnum og Ragnar Jónasson fyrir Segðu mér eitthvað fallegt.

 

Á þessari sömu hátið var tilkynnt um vinningshafa í Ljóðasamkeppni grunnskóla Kópavogs og ekki voru ljóðin þar síðri. Fyrstu verðlaun hlaut Alexander Aron Jörgensson fyrir ljóðið Appelsínur en hann krækti sér einnig í viðurkenningu fyrir ljóðið Í öðrum heimi. Önnur verðlaun komu í hlut Inga Bríet Valberg fyrir ljóðið Ég og hún og þriðju verðlaun hlaut Sigurlín Viðarsdóttir fyrir ljóðið Mjöll, Fönn og Drífa.

Þá fengu sex ungmenni viðurkenningar. Áðurnefndur Alexander fyrir ljóðið Í öðrum heimi, Ríkharður Óli Brynjarsson fyrir Að vera ég, Angelo Mikael Korale Arachchige fyrir Batmann, Evelína Sóley Arthur fyrir Fuglaljóð, Elsa Hlín Sigurðardóttir fyrir Sumarið og Sóldís Anahita Shahsafdari fyrir ljóðið Úti. 

 

Í dómnefnd sátu: Kristín Svava Tómasdóttir (formaður), Þórdís Helgadóttir og Þórður Sævar Jónsson.

270 ljóð bárust í keppnina.

 

Myndir: Jóna Guðbjörg Torfadóttir

 

Tengt efni