SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Steinunn Inga Óttarsdóttir 5. janúar 2024

GERÐUR KRISTNÝ FÆR VIÐURKENNINGU

Ljósmynd: af vef rúv

Skáldkonan fjölhæfa og frábæra, Gerður Kristný, hlaut rétt í þessu viðurkenningu úr Rithöfundasjóði Ríkisútvarpsins sem nú eru veitt í 67. sinn.  Það eru elstu rithöfundaverðlaun Íslendinga og eina viðurkenningin sem verðlaunar ævistarf höfunda frekar en einstök verk.

Gerður Kristný (f. 1970) skrifar jöfnum höndum verk fyrir börn og fullorðna og hefur sent frá sér skáldsögur, ljóð og leikrit auk annars efnis. Hún hefur hlotið margvísleg verðlaun og viðurkenningar fyrir bækur sínar.

Fyrsta bók Gerðar Kristnýjar, Ísfrétt, kom út fyrir réttum 30 árum og á þessu tímabili hefur hún sent frá sér 28 skáldverk auk fjögurra þýðinga á verkum Tove Janson.

Skáld.is óskar Gerði Kristnýju innilega til hamingju með verðskuldaðan heiður!

 

 

 

Tengt efni