SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Soffía Auður Birgisdóttir31. desember 2023

LJÓÐALESTUR Á NÝJÁRSDAG Í MENGI

Gott er að hefja nýtt ár á því að hlýða á lestur ljóða, meðtaka orðin og njóta núvitundar. Undanfarin ár hafa ljóðskáld staðið fyrir ljóðaupplestri á nýjársdag og kallað ÁRLJÓÐ. Viðburðurinn hefur áður verið haldinn í Gröndalshúsi en er að þessu sinni í Mengi á Óðinsgötu 2 og er þetta sjöunda sinn sem ljóðskáldin hefja upp raust sína í upphafi nýs árs. Dagskránni er einnig streymt á menningarvef RUV svo þeir sem ekki komast í miðbæ Reykjavíkur geta notið í gegnum veraldarvefinn. Lesið er frá birtingu til sólarlags og öll eru velkomin.

 
Skáldin Kristín Ómarsdóttir og Ragnar Helgi Ólafsson stýra dagskránni sem er eftirfarandi:
 
 
11:00
Brynja Hjálmsdóttir
Þorvaldur S. Helgason
Brynjólfur Þorsteinsson
Ásta Fanney Sigurðardóttir
 
12:00
Brynjar Jóhannesson
Elías Knörr
Gyrðir Elíasson
Brynhildur María Ragnarsdóttir
 
13:00
Haukur Ingvarsson
Jón Kalman
Sigríður Hagalín
Melkorka Ólafsdóttir
 
14:00
Kári Tulinius
Sölvi Björn Sigurðsson
Aðalheiður Halldórsdóttir
Ragnar H. Blöndal
 
 
16:00
Ragnar Helgi Ólafsson
Magnús Jochum Pálsson
Óskar Árni Óskarsson
Sigrún Björnsdóttir