SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Soffía Auður Birgisdóttir25. desember 2023

ÚTVARPSÞÁTTUR UM ANGANTÝ eftir Elínu Thorarensen

 

Vert er að vekja athygli á útvarpsþætti sem Sóley Stefánsdóttir tónskáld gerði fyrir Rás 1 og er í tveimur hlutum. Þar fjallar Sóley  um langalangömmu sína Elínu Thorarensen og bók hennar Angantý.

 

 

Elín gaf Angantý út á eigin kostnað árið 1946. Bókin var skrifuð í minningu Jóhanns Jónssonar skálds sem hafði verið kostgangari hjá Elínu þegar hann var nemandi í Menntaskólanum í Reykjavík en þá var Elín nýlega fráskilin. Á milli þeirra tókust heitar ástir þó að Jóhann væri 15 árum yngri en hún. Sambandið var litið hornauga í samfélaginu og þurfti því að taka enda.

 

 

 

 

Sóley Stefánsdóttir tónskáld les minningasöguna Angantý og fléttar saman við eigin tónlist.
Fyrri þátturinn er á dagskrá á jóladag, 25. desember, kl. 13 og sá síðari daginn eftir, 26. desember, kl. 13. Þættina má líka finna í Sarpinum: hér.

Tengt efni