SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Jóna Guðbjörg Torfadóttir19. desember 2023

TILNEFNINGAR TIL ÍSLENSKU ÞÝÐINGAVERÐLAUNANNA

Nú liggja fyrir tilnefningar til Íslensku þýðingaverðlaunanna en sjö þýðendur rötuðu á listann og þar af tvær konur:

 

Áslaug Agnarsdóttir fyrir Gráar býflugur eftir Andrej Kúrkov

Pálína S. Sigurðardóttir fyrir Andkrist eftir Friedrich Nietzsche 

Gyrðir Elíasson fyrir Grafreitinn í Barnes eftir Gabriel Josipovici

Hallur Páll Jónsson fyrir Mæður og syni eftir Theodor Kallifatides

Heimir Pálsson fyrir Lokasuðuna eftir Torgny Lindgren

Jón Erlendsson fyrir Paradísarmissi eftir John Milton

Uggi Jónsson fyrir Orðabók hinna týndu orða eftir Pip Williams

 

Í dómnefnd sitja Elísabet Gunnarsdóttir, Þórður Helgason og Guðrún H. Tulinius sem jafnframt er formaður nefndarinnar.

Verðlaunin verða veitt í febrúar á næsta ári.