SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Steinunn Inga Óttarsdóttir19. ágúst 2023

VANTAR ÍSLENZKAR SKÁLDSÖGUR

Skáldkonan Snjólaug Bragadóttir sendi frá sér tólf skáldsögur á árunum 1972-1986. Síðan þá hefur hún starfað við þýðingar.

Fyrsta bók hennar heitir Næturstaður (titill sem Sigurður Pálsson notaði síðar á skáldsögu) og naut rokna vinsælda. 

Í Þjóðviljanum 2. nóvember 1972 segir frá tildrögum þess að Snjólaug frá Skáldalæk í Svarfaðardal hóf ritstörf:

NÝIR HÖFUNDAR

Meðal þeirra sem senda frá sér sina fyrstu skáldsögu nú í haust er Snjólaug Bragadóttir, blaöamaður á Tímanum. Við hringdum í Snjólaugu og spurðum:

— Hvenær datt þér i hug að skrifa skáldsögu og hvernig varð hugmyndin að veruleika?

— Mér hefur ótal sinnum dottið það i hug, siðustu tíu árin eða svo, sérstaklega á haustin, þegar bókaflóðið byrjar. Einhverntíma fyrir mörgum árum byrjaði ég meira að segja, en eftir eitt blað þóttist ég viss um að hafa aldrei þolinmæði til að sitja við þetta i marga daga, hvað þá vikur og mánuði. Svo var það i fyrrahaust i miðju bókaflóðinu, að ég var að spjalla um daginn og veginn við útgefanda. Mér datt i hug að spyrja, hvort ég mætti ekki þýða eitthvað fyrir hann. Æi nei, skrifaðu heldur, svaraði hann. Það vantar islenzkar skáldsögur. Að sjálfsögðu var þetta ekki alvarlega meint, en ég tók hann á orðinu, fylltist ákafa og byrjaði. Líklega hefur þolinmæðin eitthvað aukizt með árunum.

 — Ertu farin að leggja drög að annarri bók?

— Það er eitthvað að brjótast um i mér, en ómögulegt er að segja, hvort eitthvað verður úr því. Mig langar til að skrifa meira, það er spennandi.

— Hvert er efni „Næturstaðar"?

— Í stuttu máli: Húsnæðisvandræöi og fleira leiðir til þessar þrjár ungar konur, sem þekkjast lítið i upphafi, taka saman ibúð á leigu i Reykjavik. Þar sem þær eru ákaflega ólíkar, fer ekki hjá að alls kyns vandamál skjóti upp kollinum. Þær bregðast misjafnlega við og hver hefur sínar skoðanir. Hlutir gerast eins og gengur og ástamálin koma auðvitað við sögu. Ýmissa hluta vegna leysist sambúðin upp og eftir tvö ár stendur ibúðin aftur tóm...           

sj

Snjólaug er einn þekktasti núlifandi ástarsagnahöfundur Íslands. Er hún sá síðasti?

Hér má lesa töffaralegt viðtal við hana frá 1978 þar sem hún fjallar m.a. um skrif sín, Japansferð og launasjóð rithöfunda.

Tengt efni