What's this item about? What makes it interesting? Write a catchy description to grab your audience's attention...

Write a catchy title...

Add some more info about this item...

„Óttaleg hjáræna geturðu verið!“ sögðu menn. Hún herti sig, reyndi að láta ekki á neinu bera en naut þess að vera í sínum heimi í leiðinlegum tímum og á misjafnlega skemmtilegum vinnustöðum. Það var ekki fyrr en löngu seinna að rann upp fyrir þessari stelpu, sem þá var orðin fullorðin kona, að hún gæti haft atvinnu af því að skrifa niður hugsanir sínar. Hún sagði upp kennarastarfinu og varð rithöfundur. Upp frá því var hún alltaf í vinnunni!"

Það bara gerðist eitthvað í höfðinu á mér og um leið og ég kom heim keypti ég notaða fartölvu, settist niður og skrifaði skáldsögu. Hún hefur reyndar aldrei komið út, en ég kláraði hana og það kom mér til að hugsa að kannski væri það þetta sem ég ætti að gera.

Vísir.is, 18. október 2014

„Ég væri víst löngu orðin fræg væri ég karlmaður en í feðraveldinu hampa karlar hver öðrum og það versta er að konurnar hampa þeim líka, því ef þær færu nú að hampa hver annarri, hver ætti þá að sjá um þvotta þjóðarinnar?“

Óreiða á striga, 2007

Þannig eigraði ég minn ritmennskuferil, vanmáttug og hrædd og þorði ekki að ráðast í neitt, og margan dag lá þessi hin fróma historían og bærði ekki á sér og margur rafturinn á sjó dreginn meðan mitt pund fúnaði í jörðu, og mitt ljós undir mælikeri, og til bar að upp í mér kæmi ergelsið því mér fannst ég vera útflæmd af landinu.

Samastaður í tilverunni, 1977

Mér finnst lesandinn eiga svo gott. Hann getur látið hjartað ráða! Mér finnst mest um vert að lesandinn geti samsamað sig sögufólkinu mínu. Kona ein sagði við mig, að henni fyndist ég alltaf vera að skrifa um sig, bæði í þessari sögu og í Hjartastað. Svona ummæli eru mér mikils virði, því þau benda til þess að mér hafi tekizt það sem ég ætlaði mér; að láta lesandann sjá sig í bókinni, að hún komi fólki við.

Morgunblaðið, 2005

Þegar ég var ung, tuttugu, þrjátíu ára, hataðist ég við allt sem nefndist kvennabókmenntir og sá fyrir mér túr, blóð og havarí og taldi að allar bækur sætu við sama sælkeraborðið. En ég óx úr grasi og sá að ég gat ekki hangið í neinu nema kvennabókmenntunum.
 

Morgunblaðið, 1994

Please reload