SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Hanna Óladóttir

Hanna Óladóttir er fædd 3. maí 1968 í Reykjavík, dóttir hjónanna Ingu Teitsdóttur hjúkrunarfræðings og Óla Jóhanns Ásmundssonar arkitekts.

Hanna er með doktorspróf í íslenskri málfræði frá Háskóla Íslands og starfar sem lektor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.

Árið 2019 kom út fyrsta ljóðabók Hönnu, Stökkbrigði sem gefin var út af Forlaginu. Önnur ljóðabók hennar er Kona fer í gönguferð, 799 kílómetrar – 34 dagleiðir, kom út 2021 og Bakland árið 2023. 

Auk þess hafa ljóð eftir Hönnu birst í bókinni Þegar kona brotnar og leiðin út í lífið á ný, í Tímariti Máls og menningar og tímaritinu Són.

Hanna býr í Reykjavík ásamt eiginmanni, tveimur börnum og hundinum Kríu.


Ritaskrá

  • 2023  Bakland
  • 2021  Kona fer í gönguferð. 799 kílómetrar – 34 dagleiðir
  • 2019  Stökkbrigði

Tengt efni