SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Halla Kjartansdóttir

Halla Kjartansdóttir er fædd 15. ágúst 1959.

Halla er uppalin í Reykjavík. Hún er önnur í röð fimm systra, alin upp á miklu menningarheimili. Foreldrar Höllu eru Gíslrún Sigurbjörnsdóttir handavinnukennari og Kjartan Ólafsson sem var lengi ritstjóri Þjóðviljans, þingmaður og sagnfræðingur.

Halla gekk í Vogaskóla og Menntaskólann við Sund og lauk BA og meistaranámi í íslenskum bókmenntum frá  Háskóla Íslands. Lokaverkefni hennar var um trú í sögum Gunnars Gunnarssonar og var gefið út í ritröðinni Studia Islandica 1999.

Halla á þrjár dætur.  Hún er kennari og mikilvirkur þýðandi og - skúffuskáld enn, hvað sem síðar verður. 


Ritaskrá

Fræðirit

  • 1999   Trú í sögum. Um heiðni og kristni í sögum og samtíma Gunnars Gunnarssonar

 

Verðlaun og viðurkenningar

  • 2020  Ísnálin fyrir þýðingu Þerapistans eftir Helene Flood
  • 2016  Verðlaun bóksala fyrir þýðingu á Hafbókinni eftir Morten Ströksnes

Þýðingar

  • 2022  Helene Flood: Elskhuginn
  • 2021  Johanna Hedman: Tríó
  • 2021  Viola Ardone: Barnalestin
  • 2021  Marco Balzano: Ég verð hér
  • 2020  Anne Cathrine Bomann: Agathe
  • 2020  Domenico Starnone: Grikkur
  • 2020  Helene Flood: Þerapistinn
  • 2020  Elena Ferrante: Lygalíf fullorðinna
  • 2019  Domenico Starnone: Bönd 
  • 2019  Carolina Setterwall: Vonum það besta 
  • 2019  David Lagerkrantz: Sú sem varð að deyja 
  • 2018  Jo Nesbø: Þorsti 
  • 2018  Elena Ferrante: Dagar höfnunar 
  • 2017  Bella Linde og Lena Granefelt: Garðrækt 
  • 2017  Bertil Marklund: 10 ráð til betra og lengra lífs 
  • 2017  Luca D’Andrea: Fjallið 
  • 2017  Geir Gulliksen: Saga af hjónabandi 
  • 2017  David Lagerkrantz: Stúlkan sem gat ekki fyrirgefið 
  • 2016  Morten Strøksnes: Hafbókin
  • 2016  Lars Kepler: Leikvöllurinn
  • 2015  Roslund og Tunström: Dansað við björninn 
  • 2015  David Lagerkrantz: Það sem ekki drepur mann
  • 2015  Danny Wattin:  Fjársjóður herra Isakowitz 
  • 2013  Hjorth og Rosenfeldt: Gröfin á fjallinu 
  • 2012  Hjorth og Rosenfeldt: Meistarinn
  • 2011  Hjorth og Rosenfeldt: Maðurinn sem var ekki morðingi
  • 2009  Stieg Larsson: Stúlkan sem lék sér að eldinum 
  • 2009  Stieg Larsson: Loftkastalinn sem hrundi 
  • 2008  Stieg Larsson: Karlar sem hata konur 
  • 2005  Per Olov Enquist: För Lewis
  • 2002  Per Olov Enquist: Líflæknirinn 
  • 2002  Astrid Lindgren: Undraland minninganna – um bernskuna, ástina og lífið

 

Tengt efni