SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Guðbjörg Árnadóttir

Guðbjörg Árnadóttir er fædd 1. janúar 1826 í Magnússkógum, Dalasýslu. Hún giftist ekki og vann fyrir sér sem vinnukona á bæjum vestanlands, m.a. á Ytrafelli í Dalasýslu. Árið 1879 gaf hún út á eigin kostnað aðra ljóðabókina sem prentuð var eftir konu á Íslandi, Nokkur ljóðmæli. Var bókin prentuð í Reykjavík. Ekki var vandað til hennar því að á titilsíðu er bærinn sem Guðbjörg kenndi sig við kallaður Ystafell. Finnur Jónsson, sem þá var stúdent í Kaupmannahöfn, gagnrýndi bókina harðlega í Skuld 1882. Er það fyrsti ritdómur um bók eftir íslenska konu. Guðbjörg lést 2. apríl 1911.

Textinn er tekinn orðréttur frá Helgu Kress:

Helga Kress. 2001. „Guðbjörg Árnadóttir 1826-1911“, bls. 115. Stúlka. Ljóð eftir íslenskar konur.  Bókmenntafræðistofnun Háskóla Íslands, Reykjavík.


Ritaskrá

  • 1879 Nokkur ljóðmæli

Tengt efni