SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Jóna Guðbjörg Torfadóttir18. desember 2020

Þýðingar tilnefndar

Í fyrrakvöld, þann 16. desember, var greint frá því í Kiljunni hvaða þýðingar eru tilnefndar til Íslensku þýðingaverðlaunanna.

Í dómnefnd sitja Elísabet Gunnarsdóttir, sem jafnframt er formaður nefndarinnar, Guðrún H. Tulinius og Þórður Helgason.

Sjö þýðingar voru tilnefndar en alls bárust dómnefndinni 86 bækur. Eftirfarandi þýðendur hlutu tilnefningu:

 

  • Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson fyrir 43 smámuni eftir Katrin Ottarsdottir

  • Guðrún Hannesdóttir fyrir Dyrnar eftir Magdsa Szabó

  • Heimir Pálsson fyrir Leiðina í klukknaríki eftir Harry Martinson

  • Magnús Sigurðsson fyrir Berhöfða líf eftir Emily Dickinson

  • Sigrún Eldjárn fyrir Öll með tölu eftir Kristin Roskifte

  • Þórarinn Eldjárn fyrir Hamlet eftir William Shakespeare

  • Þórdís Gísladóttir fyrir Álabókina eftir Patrik Svensson

Á Facebook-síðu ÞOT - bandalags þýðenda og túlka má sjá myndir af tilnefndum þýðendum þegar þeim voru afhent viðurkenningarskjöl og blóm.