• Steinunn Inga Óttarsdóttir

Yrsa fær Blóðdropann


Yrsa Sigurðardóttir hlýtur Blóðdropann í ár fyrir Bráðina, bestu íslensku glæpasöguna árið 2020.


Þetta er í þriðja sinn sem Yrsa fær verðlaunin en áður var það fyrir Ég man þig 2011 og DNA 2015. Bráðin verður þar með framlag Íslands til Glerlykilsins, sem er heitið á norrænu glæpasagnaverðlaununum.


Síðastliðin ár hafa skáldkonur hreppt Blóðdropann:


2020 Sólveig Pálsdóttir, Fjötrar

2019 Lilja Sigurðardóttir, Svik

2018 Lilja Sigurðardóttir, Búrið


Til hamingju!

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband