SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Soffía Auður Birgisdóttir 5. nóvember 2020

Vonir og þrár í Reykjavík og New York

Ásdís Halla Bragadóttir reynir nú fyrir sér á skáldsagnasviðinu eftir að hafa sent frá sér tvær minningabækur, Tvísaga (2016) og Hornauga (2018), sem báðar hafa fengið mjög góðar viðtökur.

 

 

Nýja skáldsaga Ásdísar Höllu ber titilinn Ein, sönn saga. Í kynningu er efni hennar lýst á eftirfarandi hátt:

Þegar ung kona sem starfar í heima-þjónustu mætir til vinnu í blokk fyrir eldri borgara við Aflagranda blasir við henni óvænt sýn. Hún óttast að eiga sök á því að hafa hrundið af stað hræðilegri atburða-rás. Á annarri hæð í sömu blokk rennur upp fyrir eldri manni að veski hans og bíllyklum hefur verið stolið og hann fyllist örvæntingu og bræði. Í New York, borg sem er lömuð af ótta, berst ungur íslenskur læknir við að bjarga fórnar-lömbum Covid-19 faraldursins. Fortíð hennar hefur skilið eftir sig sár á líkama og sál en óbærilegt ástandið fær hana til að taka óvænta og erfiða ákvörðun. Vonir, þrár og hversdagsleiki ólíks fólks fléttast saman með látlausum en áhrifamiklum hætti.