• Soffía Birgisdóttir

Vonir og þrár í Reykjavík og New York

Ásdís Halla Bragadóttir reynir nú fyrir sér á skáldsagnasviðinu eftir að hafa sent frá sér tvær minningabækur, Tvísaga (2016) og Hornauga (2018), sem báðar hafa fengið mjög góðar viðtökur.


Nýja skáldsaga Ásdísar Höllu ber titilinn Ein, sönn saga. Í kynningu er efni hennar lýst á eftirfarandi hátt:


Þegar ung kona sem starfar í heima-þjónustu mætir til vinnu í blokk fyrir eldri borgara við Aflagranda blasir við henni óvænt sýn. Hún óttast að eiga sök á því að hafa hrundið af stað hræðilegri atburða-rás. Á annarri hæð í sömu blokk rennur upp fyrir eldri manni að veski hans og bíllyklum hefur verið stolið og hann fyllist örvæntingu og bræði. Í New York, borg sem er lömuð af ótta, berst ungur íslenskur læknir við að bjarga fórnar-lömbum Covid-19 faraldursins. Fortíð hennar hefur skilið eftir sig sár á líkama og sál en óbærilegt ástandið fær hana til að taka óvænta og erfiða ákvörðun. Vonir, þrár og hversdagsleiki ólíks fólks fléttast saman með látlausum en áhrifamiklum hætti.


Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband