• Jóna Guðbjörg Torfadóttir

Vel heppnað ljóðakaffiÞað var góð stemning og bjart yfir fólki á dagskrá til heiðurs Vilborgar Dagbjartsdóttur sem haldinn var í gærkvöldi í Gerðarsafni. Ólöf Sverrisdóttir hélt utan um dagskrána og las ljóð eftir Vilborgu, Gerður Kristný hélt fróðlegt og skemmtilegt erindi um skáldkonuna og Soffía Bjarnadóttir las vel valin ljóð eftir hana.


Að lokinni undirbúinni dagskrá voru gestir hvattir til að taka þátt og þá stigu m.a. fram synir Vilborgar og samstarfsmenn til að deila með okkur hinum sögum af skáldkonunni. Þær voru mjög til marks um skáldgáfu hennar, hnyttni og elju. Það var sömuleiðis hin besta skemmtun.


Á myndinni hér til hliðar má sjá Egil Arnald Ásgeirsson, son Vilborgar, en hann kunni margar skemmtilegar sögur af móður sinni.
Myndir: Skáld.is