• Jóna Guðbjörg Torfadóttir

Veirubókmenntir

Heimsfaraldurinn Kóvíd 19 hefur herjað á landann um alllangt skeið og því þarf ekki að koma á óvart að hans sé einnig farið að gæta í skáldskapnum.Á síðasta ári komu út tvö verk eftir konur þar sem veiran spilar stóra rullu í lífi fólks.


Ljóðabókin Kyrralífsmyndir eftir Lindu Vilhjálmsdóttur er líklega fyrsta ljóðabókin sem er innblásin af faraldrinum, líkt og Soffía Auður Birgisdóttir bendir á í umfjöllun sinni hér á Skáld.is. Ljóðmælanda er fylgt eftir í gegnum kófið sem gegnsýrir allt samfélagið og setur mark sitt á hvunndaginn. Einsemd og ótti verða fylginautar fólks til kaupmannsins á horninu og stemningin er framandleg.


Smásagnasafnið Hótel Aníta Ekberg er eftir Steinunni G. Helgadóttur, Helgu S. Helgadóttur og Siggu Björgu Sigurðardóttur. Þar segir frá hótelgestum sem eiga fátt sameiginlegt annað en lenda saman í sóttkví á ítölsku hóteli. Veiran setur líf þessa fólks í uppnám og litar öll þeirra samskipti, oft á kómískan og jafnvel súrrealískan hátt.


Það eru fá líkindi önnur með ofangreindum verkum en að þau hverfast bæði um veiruna. Þau eiga það þó einnig sammerkt að vera mikilvæg heimild um hvernig líf fólks hefur umturnast í þessum heimsfaraldri, um þessa sérstöku upplifun og líðan fólks á fordæmalausum tímum.

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband