• Jóna Guðbjörg Torfadóttir

Vanessa og #metoo


Hin mjög svo umdeilda skáldsaga Vanessa mín myrka eftir Kate Elizabeth Russel kom út í byrjun mánaðarins hjá Króníku, í þýðingu Hörpu Rúnar Kristjánsdóttur. Bókin varð strax metsölubók um leið og hún kom út í Bandaríkjunum á síðasta ári. Þá hefur hún vakið sterk viðbrögð og verið kölluð umdeildasta skáldsaga ársins 2020. Þessi mikli ágreiningur um innihaldið varð m.a. til þess að Oprah Winfrey bókaklúbburinn hætti við að taka söguna til umfjöllunar.


Í kynningu á bók segir að Vanessa mín myrka sé saga sem dansi á línu ástar og ofbeldis:


Verkið sækir merkingu sína til menningarsögunnar, allt frá Lolitu Vladimirs Nabokov til klámvæðingar kvenna í dægurmenningu 21. aldarinnar. Þá er hún lykilverk þegar kemur að svokölluðum #metoo bókmenntum og spegill á samfélagsleg áhrif þeirrar hreyfingar. 


Líkt og fyrr segir hefur sagan fengið mikla athygli og hafa m.a. eftirfarandi orð verið látin falla um verkið:


„Meistaraverk #metoo bókmenntanna“
 -Björn Þór Vilhjálmsson, Víðsjá
„Kraftmikil saga sem mun snerta margar konur – en á jafnvel enn meira erindi við karla.-The Economist Books of the Year
„Skoðanir þínar munu breytast ... snilld þessarar bókar liggur í því sem er látið ósagt.-The Washington Post