- Steinunn Inga Óttarsdóttir
Vampíra villir á sér heimildir
Handhafi íslensku barnabókaverðlaunanna er engin önnur er Rut Guðnadóttir sem nú bætist í skáldatalið. Vampírur, vesen og annað tilfallandi er fyrsta bók hennar. Hugmyndin varð upphaflega til í ritlist í HÍ, segir Rut. „Þetta er fyrsta skáldsagan mín í fullri lengd en ég hef áður gefið út ýmsa pistla, þá helst hjá Kjarnanum, og nokkrar smásögur.“
Skáld.is óskar Rut innilega til hamingju.
María Bjarkadóttir skrifaði m.a. um bókina á vef Bókmenntaborgar:
Í bókinni segir frá átökum þriggja vinkvenna við vampíru sem þær hafa grunaða um að valda veikindum meðal nemenda í skólanum þeirra. Vampíran sem um ræðir á ekki margt sameiginlegt með þeim sjarmerandi en viðkvæmu blóðsugum sem leika aðalhlutverk í dæmunum hér að ofan, og er ekki heldur ófrýnilegt skrímsli eins og er líka oft tilfellið. Hér er á ferðinni annars konar vampíra, sem villir á sér heimildir og felur sig þar sem síst skyldi, meðal starfsfólksins í frekar venjulegum íslenskum grunnskóla.
Óvenjulega skemmtileg bók!
