• Jóna Guðbjörg Torfadóttir

Um kynferðislega misnotkun á börnumÞað er vert að benda á afar áhugaverða grein Dagnýjar Kristjánsdóttur, Sögur af börnum, sem birtist í 4. hefti TMM frá 2020. Það er einnig þarft að vara við henni því þar fjallar Dagný um kynferðislega misnotkun á börnum í fimm sögum eftir íslenskar skáldkonur í ljósi nýjustu kenninga um áföll.


Í kynningu tímaritsins á grein Dagnýjar stendur:

Kynferðisofbeldi gegn börnum var bannsvæði í skáldverkum og opinberri orðræðu allt fram á áttunda áratug síðustu aldar. Þá mynduðust sprungur í þagnarmúrinn sem brast loks með tímamótaverki Gerðar Kristnýjar og Thelmu Ásdísardóttur, Myndin af pabba (2005). 

Sögurnar sem Dagný fjallar um eru Myndin af pabba: Saga Thelmu eftir Gerði Kristnýju (2005), Ekki líta undan. Saga Guðrúnar Ebbu, dóttur Ólafs Skúlasonar biskups eftir Elínu Hirst (2011), Hljóðin í nóttinni eftir Björgu Guðrúnu Gísladóttur (2014), Mörk: Saga mömmu eftir Þóru Karitas Árnadóttur (2015) og Manneskjusaga eftir Steinunni Ásmundsdóttur (2018).


Grein Dagnýjar má lesa hér.Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband