• Soffía Auður Birgisdóttir

Tilnefningar til MaístjörnunnarFjórar ljóðabækur eftir konur og ein eftir karl hlutu í gær tilnefningar til ljóðabóka-verðlaunanna Maístjarnan, sem afhent verður 18. maí næstkomandi. Valið hefur líklega ekki verið auðvelt því sjaldan hafa eins margar ljóðabækur komið út á einu ári eins og í fyrra. Ljóðabækur eftir konur voru hátt á fimmta tug talsins.
Eftirtaldar bækur hlutu tilnefningu:


Þagnarbindindi eftir Höllu Þórlaugu Óskarsdóttur, Kyrralífsmyndir eftir Lindu Vilhjálmsdóttur, Taugaboð á háspennulínu eftir Arndísi Lóu Magnúsdóttur, 1900 og eitthvað eftir Ragnheiði Lárusdóttur og Draumstol eftir Gyrði Elíasson. Þarna má sjá nýliða í bland við reynslubolta og er það vel.
Hér má lesa ritdóm um Kyrralífsmyndir eftir Lindu Vilhjálmsdóttur og hér má lesa viðtal við Ragnheiði Lárusdóttur.


Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband