- Jóna Guðbjörg Torfadóttir
Tíu konur hlutu tilnefningu
Í gær var tilkynnt hvaða verk hlutu tilnefningar til Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar. Verk eftir konur voru í miklum meirihluta en þau voru 10 af 15 tilefndum verkum. Fjórar konur eru tilnefndar í flokki frumsamdra verka, ein kona hlýtur tilnefningu í flokki þýddra verka og fimm konur fyrir myndlýsingar:
Barna- og ungmennabækur frumsamdar á íslensku:
Margrét Tryggvadóttir: Sterk.
Arndís Þórarinsdóttir: Bál tímans.
Kristín Helga Gunnarsdóttir: Ótemjur.
Þórunn Rakel Gylfadóttir: Akam, ég og Annika.
Hilmar Örn Óskarsson: Holupotvoríur alls staðar.
Þýddar barna- og ungmennabækur:
Sólveig Sif Hreiðarsdóttir: Á hjara veraldar.
Guðni Kolbeinsson, Kynjadýr í Buckinghamhöll.
Jón St. Kristánsson: Seiðmenn hins forna.
Sverrir Norland: Eldhugar.
Sverrir Norland: Kva es þak? AM forlag gefur út.
Myndlýsingar í barna- og ungmennabókum:
Áslaug Jónsdóttir: Skrímslaleikur.
Elísabet Rún: Sólkerfið.
Hallveig Kristín Eiríksdóttir: Fuglabjargið.
Linda Ólafsdóttir: Reykjavík barnanna.
Rán Flygenring: Koma jól?
Í valnefnd sátu: Tinna Ásgeirsdóttir (formaður), Guðrún Lára Pétursdóttir, Valgerður Sigurðardóttir, Ásmundur Kristberg Örnólfsson og Karl Jóhann Jónsson.
Verðlaunin fyrir besta verkið úr hverjum flokki fyrir sig verða afhent síðasta vetrardag, þann 20. apríl, í Höfða.