• Helga Jónsdóttir

Tíst, tíst! Ćwir, ćwir! Tweet, tweet!


Náttúrufræðistofa Kópavogs stendur fyrir fjölskyldustundum á laugardögum í vetur en þann 23. október munu skáldkonan Ewa Marcinek og leikhúskonan Nanna Gunnars leiða ansi spennandi sögustund. Yfirskriftin er „Tíst tíst!“ og hvetja þær þátttakendur til að fljúga með þeim „í hópi farfugla í ævintýralegri sögustund“. Farfuglarnir, sem búa á Íslandi hluta af árinu, koma við sögu og eflaust tungumál þeirra einnig því í lýsingu viðburðarins segir að hann sé fjöltyngdur og fari fram á íslensku, pólsku, ensku og fuglamáli.


Ewa og Nanna eru báðar með mörg járn í eldinum en Nanna er meðal annars stofnandi og listrænn stjórnandi jaðarlistaháðíðarinnar Reykjavík Fringe Festival sem haldin var í fjórða sinn síðasta sumar. Ewa var með í að stofna samtökin Ós Pressan og Reykjavík Esemble sem er alþjóðlegt leikfélag og starfar hún fyrir það sem höfundur og verkefnastjóri. Þá er Ewa jafnframt pistlahöfundur fyrir Tímarit Máls og menningar árið 2021.


Það verður spennandi að upplifa fjöltyngda sögustund og jafnframt ljóst að með því að vinna með mörg tungumál í einu stækkar hópurinn sem notið getur stundarinnar til muna.

Hægt er að velja á milli tveggja sögustunda og er sú fyrri kl. 13 til 13:30 en sú síðari kl. 14 til 14:30. Á síðu viðburðarins er honum lýst á þeim tungumálum sem sögustundin fer fram á, þó að fuglamálinu undanskyldu. Lýsingin á pólsku og ensku er svohljóðandi:---POLSKI---


Ćwir, ćwir!


Dołącz do naszego stada ptaków wędrownych na opowieść pełna przygód! Wielojęzykowe wydarzenie dla dzieci i rodziców (po i slandzku, polsku, angielsku i ptasiemu).


Autorka Ewa Marcinek i artystka t eatralna Nanna Gunnars zapraszają na 30-minutowe interaktywne spotkanie dla dzieci w wieku 5-12 l at. Opowieść o ptakach wędrownych, które każdego roku przylatują na I slandię.


Spotkanie odbędzie się dwukrotnie, w godzinach 13:00 - 13:30 oraz 14:00 - 14:30. Udział jest bezpłatny i każdy jest mile widziany.


Muzeum Historii Naturalnej w Kópavogur, Hamraborg 6a.---ENGLISH---


Tweet tweet!


Join our f lock of migrating birds in a storytelling adventure! A family friendly and multilingual event (Icelandic, Polish, English and bird song).


Author Ewa Marcinek and theatre maker Nanna Gunnars lead families through a 30 minute interactive storytelling experience aimed at 5-12 year olds. The narrative of the story focuses on the many migrating birds that make Iceland their home for a part of the year.


Two separate story lessons available: From 13:00 - 13:30 and 14:00 - 14:30.


Participation is free and everyone is welcome


The Natural History Museum of Kópavogur, Hamraborg 6a