• Helga Jónsdóttir

Tímaflakk um miðbæ Reykjavíkur - bókmenntaganga fyrir alla fjölskylduna um höfuðborgina


Nýlega kom út bókin Reykjavík barnanna: tímaflakk um höfuðborgina okkar eftir þær Margréti Tryggvadóttur og Lindu Ólafsdóttur. Í bókinni er fjallað um sögu höfuðborgarinnar í máli og myndum og lifnar þar við líf og menning íbúa Reykjavíkur á ólíkum tímaskeiðum.

Í tilefni af útgáfu þessa fróðlega og vandaða verks munu Margrét og Linda leiða göngu fyrir alla fjölskylduna um miðbæ Reykjavíkur fimmtudaginn næsta, 26. ágúst. Þar munu þær fræða þátttakendur um ýmislegt forvitnilegt í sögu miðbæjarins, eins og víkingaþorp nokkurt, skólplagnir, dýralíf og brunann mikla.


Gangan hefst við Borgarbókasafnið í Tryggvagötu kl. 18 og lýkur í Pósthússtræti þar sem stendur yfir sýning á myndum og texta úr bókinni.