SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Jóna Guðbjörg Torfadóttir 7. október 2020

SystraSamSuða

Vel valin listaverk verða til sýnis í Borgarbókasafninu Kringlunni með textum eftir rithöfundana og systurnar Júlíu Margréti Einarsdóttur og Kamillu Einarsdóttur.

Listaverkin eru sótt í Artótek Borgarbókasafnsins og eru eftir eftirfarandi listamenn: Auði Ingu Ingvarsdóttur, Hildi Margrétardóttur, Sigrúnu Eldjárn og Sigurborgu Stefánsdóttur.

Sýningin er hluti af sýningarröðinni SamSuða í Borgarbókasafninu Kringlunni. Þar eru leidd saman skáld og verk úr Artóteki Borgarbókasafnsins svo úr verður hálfgerð SamSuða.

Sýningin hefst laugardaginn 10. október en vegna samkomutakmarkana verður ekki um formlega opnun að ræða. Þess í stað er stefnt að því að bjóða upp á viðburð síðar á sýningartímabilinu.