• Jóna Guðbjörg Torfadóttir

Svikakvöld | Silfurþræðir



Næstkomandi fimmtudagskvöld, 28. janúar, lesa ung skáld úr nýútgefnu verki sínu, ljóðabæklingnum Silfurþráðum, í Gröndalshúsi í Grjótaþorpi. Skáldin tóku öll þátt í Ljóðasmiðju Svikaskálda nú í janúar og fagna hér ljóðasafninu. Skáldin lesa bæði úr Silfurþráðum og eldri ljóð.


Skáldin eru:


Birta Björnsdóttir Elís Þór Traustason Guðný Inga Eiríksdóttir Inga Steinunn Henningsdóttir Júlía Karín Kjartansdóttir Karitas M. Bjarkadóttir Katrín Lóa Hafsteinsdóttir Katrín María Ólafsdóttir Svava Þorsteinsdóttir Sölvi Halldórsson

Svikaskáld halda mánaðarleg ljóðakvöld, svonefnd Svikakvöld, í Gröndalshúsi í samstarfi við Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO. Svikakvöld eru hugsuð sem vettvangur fyrir bæði ný og reyndari skáld, með fjölbreytileika að leiðarljósi


Á meðan samkomutakmarkanir eru í gildi er viðburðurinn lokaður gestum en honum er streymt beint úr Gröndalshúsi. Viðburðurinn hefst kl. 20.