• Jóna Guðbjörg Torfadóttir

Svikakvöld | Með hækkandi sól


Á morgun, fimmtudagskvöld, kl. 20 bjóða Svikaskáld upp á ljóðalestur í beinni.


Hægt er að horfa á streymið á viðburðasíðunni á Facebook. Upplesturinn fer fram í Gröndalshúsi í Grjótaþorpi en þar hafa Svikaskáld haldið mánaðarleg ljóðakvöld í samstarfi við Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO.

Svikakvöld eru hugsuð sem vettvangur fyrir bæði ný og reyndari skáld og að þessu sinni stíga á stokk eftirfarandi skáld:

Elín Edda Þorsteinsdóttir Eyþór Árnason

Hanna Óladóttir Hjördís Kvaran Einarsdóttir Ingólfur Eiríksson Margrét Lóa Jónsdóttir Una Björk Kjerúlf Þorvaldur Sigurbjörn Helgason Þórdís Helgadóttir