• Steinunn Inga Óttarsdóttir

SumarljóðÁ miðju sumri

teppist leiðin

á milli húsa okkar


göturnar fenntar í kaf

og hvorugt okkar

vill verða fyrra til

að ryðja burt snjónum


Ég man að þú varst

lítið gefinn fyrir erfiði


Sjálf hef ég alltaf

haft gaman af

snjóGerður Kristný, 2014