• Helga Jónsdóttir

Smásagnasamkeppni Júlíönu


Hin árlega Júlíönu-hátíð sögu og bóka, sem nefnd er eftir skáldkonunni Júlíönu Jónsdóttur, verður næst haldin í Stykkishólmi dagana 24. til 26. febrúar 2022. Af því tilefni er efnt til smásagnasamkeppni og þess vegna um að gera að dusta rykið af smásögu í smíðum eða byrja á nýrri en skilafrestur er til og með 20. janúar 2022. Þrjár bestu sögurnar að mati dómnefndar fá verðlaun og vinningssagan verður þar að auki lesin upp við setningu hátíðarinnar.


Dómnefndina skipa Sigþrúður Silju Gunnarsdóttir, ritstjóri, Anton Helgi Jónsson, skáld, og Sólveig Ásta Sigurðardóttir, bókmenntafræðingur. Verðlaunin fyrir efstu þrjú sætin eru eftirfarandi:


Fyrstu verðlaun: Gjafabréf gisting fyrir tvo: 
Vetrardvöl eina nótt í tveggja manna herbergi með morgunverði á Hótel Berg í Keflavík, ásamt þriggja rétta kvöldverði á Fiskbarnum.


Önnur verðlaun: Gjafabréf gisting fyrir tvo: 
Vetrardvöl á Hótel Egilsen í Stykkishólmi í tveggja manna superior herbergi með morgunverði, ásamt þriggja rétta kvöldverði á Sjávarpakkhúsinu.


Þriðju verðlaun: Bókaverðlaun

Smásagan má ekki vera lengri en 2000 orð og til að taka þátt skal skila inn þremur eintökum af sögunni í lokuðu umslagi, merktu annars vegar dulnefni höfundar og hins vegar „Júlíana hátíð / Smásagnasamkeppni Aðalgata 2, 340 Stykkishólmur“. Inn í umslaginu skal jafnframt koma fyrir öðru umslagi merktu dulnefninu og inni í því eiga að vera upplýsingar um raunverulegt nafn höfundar og símanúmer.Skáld.is vonar auðvitað að sem flestar skáldkonur taki þátt í þessari skemmtilegu keppni Júlíönu!