- Soffía Auður Birgisdóttir
Smásagnasamkeppni
Tímaritið HÚSFREYJAN efnir til smásagnasamkeppni og hefur frestur verið framlengdur til 1. apríl. Líkt og ljóðið er smásagan í bullandi sókn þessi árin og Skáld.is hvetur allar skrifandi konur til að taka þátt.

Eins og kemur fram í auglýsingunni hér að ofan er yfirskrift samkeppninnar: JÁKVÆÐ OG HVETJANDI. Nafnið dregur keppnin af undirtitli Húsfreyjunnar. Samkeppnin er öllum opin.
Reglur keppninnar:
· Sagan má ekki hafa birst áður á prenti eða í fjölmiðli.
· Sagan skal vera fremur stutt eða á bilinu 1000-1500 orð að
lengd.
· Senda skal söguna útprentaða á pappír merkta dulnefni
ásamt lokuðu umslagi merktu sama dulnefni með upplýsingum
um höfund sögunnar: Nafni, heimilisfangi, netfangi,
síma og kennitölu.
· Sögurnar skulu að hafa borist fyrir 1. apríl 2021 til Húsfreyjunnar.
Utanáskriftin er:
Húsfreyjan - smásögur
Hallveigarstöðum
Túngötu 14
101 Reykjavík