• gus2605

Skáldtalið vex


Unnur Guttormsdóttir hefur nú bæst við skáldatalið. Hún er meðhöfundur fjölda leikrita sem áhugaleikfélagið Hugleikur hefur sett á svið. Unnur hefur einnig skrifað handrit að stuttmyndum, bæði ein og í samvinnu við aðra, auk þess sem hún hefur samið frásagnir og ljóð. Árið 2011 kom út hennar fyrsta ljóðabók, Það kviknar í vestrinu, sem hefur að geyma ljóðminningar frá björtum sumrum í sveitinni í Grundarfirði. Í haust er von á nýrri bók frá Unni með áttatíu ljósmyndum sem hún hefur tekið af fuglum ásamt textum hennar.