• Steinunn Inga Óttarsdóttir

Skáldkona nr 400

Alla daga söfnum við konum í skáldatalið. Þær koma til okkar eftir margvíslegum leiðum, ýmist koma þær fagnandi til okkar eða rekur á fjörur okkar, við þefum þær uppi eða við uppgötvum gleymdar, sniðgengnar eða dánar skáldkonur sem við heiðrum hér á vefnum. Allar ábendingar eru vel þegnar!


Í dag bætist við skáldkona nr 400 í safnið. Það er Unnur Lilja Aradóttir sem nýverið hlaut Svartfuglinn fyrir spennusögu sína Höggið, um unga konu sem vaknar á sjúkrahúsi með höfuðáverka og hefur misst minnið. Hún þekkir hvorki tilveru sína né sjálfa sig en fljótlega fær hún á tilfinninguna að eitthvað sé ekki eins og það eigi að vera.Hún leggur upp í ferðalag á vit fortíðar, viðsjárvert ferðalag þar sem skelfilegir atburðir afhjúpast. Sjá frétt á skáld.is.


Unnur Lilja (f. 1981) hefur sent frá sér þrjár skáldsögur sem hún skrifar meðfram starfi sem sjúkraliði.