• Jóna Guðbjörg Torfadóttir

Skáldkona nr. 368


Þórhildur Ólafsdóttir hefur nú bæst við sívaxandi skáldatalið en hún sendi frá sér sína fyrstu ljóðabók í fyrra, Brot úr spegilflísum.


Áður hafa birst bæði ljóð og smásögur eftir Þórhildi í Tímariti Máls og menningar og sömuleiðis hefur hún fengist nokkuð við þýðingar.


Þórhildur þýddi skáldsöguna Memed mjóa eftir Yashar Kemal úr tyrknesku árið 1985 og auk þess hafa birst þýðingar hennar á smásögum úr tyrknesku og frönsku í tímaritum. Þá hefur Þórhildur gert nokkra útvarpsþætti um franskar bókmenntir.