• Helga Jónsdóttir

Skáldatalið vex og dafnar


Guðrún Inga Ragnarsdóttir sendi frá sér sína fyrstu skáldsögu, Plan B, snemma á síðasta ári en þar leikur hún sér með óvenjulega söguframvindu og kemur þannig lesandanum sífellt á óvart. Guðrún er með meistaragráðu í ritlist en auk skáldsögunnar hefur hún sent frá sér smásögur, ljóð og þýðingar. Hún á til að mynda þýðingu í Smásögum heimsins: Norður Ameríku og birst hafa eftir hana ljóð og smásögur í tímaritum. Guðrún er einnig partur af skáldasamsteypunni Skóginum sem sendi frá sér ljóðverkið Ég erfði dimman skóg árið 2015.


Skáld.is býður Guðrúnu Ingu innilega velkomna í skáldatalið.