• Guðrún Steinþórsdóttir

Skáldatalið vex


Bergljót Arnalds hefur nú bæst við skáldatalið. Hún hefur skrifað afar vinsælar barnabækur en þekktust er hún fyrir Talnapúkann og sögurnar um Stafakarlana og Gralla gorm. Bækur hennar eru gjarnan skemmtileg ævintýri sem ætlað er að miðla börnum ákveðinni þekkingu, eins og að læra á klukku og kynnast stöfunum og hljóðum þeirra. Auk ritstarfa hefur Bergljót leikið á sviði og í kvikmyndum, samið og sungið tónlist og kennt börnum bæði leiklist og íslensku. Þá hefur hún einnig unnið sjónvarpsefni en á árunum 1999-2001 var hún umsjónarmaður barnatímans 2001 nótt sem sýndur var á Skjá einum.


Við bjóðum Bergljótu velkomna í Skáldatalið.