• Jóna Guðbjörg Torfadóttir

Skáldatalið stækkar


Sigríður Beinteinsdóttir (1912-2008) hefur nú bæst við Skáldatalið en hún sendi frá sér tvær ljóðabækur, Komið af fjöllum árið 1984 og Um fjöll og dali árið 1990.


Sigríði var einnig bætt við umfjöllunina um Skáldsystur því hún var systir Halldóru B. Björnsson. Öll systkinin frá Grafardal voru skáldmælt eins og sjá má í bókinni Raddir dalsins sem geymir ljóð eftir öll átta systkinin og kom út árið 1993.