• Guðrún Steinþórsdóttir

Skáldatalið stækkar


Karitas Mörtudóttir Bjarkadóttir hefur bæst í Skáldatalið. Hún útskrifaðist með BA-gráðu í íslensku með ritlist sem aukagrein jólin 2020 og MA-gráðu í hagnýtri ritstjórn og útgáfu ári síðar.


Karitas hefur verið áberandi í grasrótarljóðakreðsu Reykjavíkur frá átján ára aldri, lesið upp og stýrt ljóðakvöldum, haldið ljóðasmiðjur og setið í ritstjórn menningartímaritsins Skandala. Hún hefur sent frá sér fjórar ljóðabækur en auk þess hafa birst ljóð eftir hana í Tímariti Máls og menningar, Skandala og vefútgáfunni Víu. Haustið 2018 samdi Karitas þrjú ljóð í tilefni af Kvennaverkfallinu sem hún flutti á kröfufundinum 24. október.


Karitas hefur ritstýrt bæði Framahaldsskólablaðinu og Stúdentablaðinu auk þess sem hún sat í ritstjórn bókarinnar Þægindarammagerðin sem kom út sumarið 2021.


Við bjóðum Karitas hjartanlega velkomna í Skáldatalið.