• Guðrún Steinþórsdóttir

Skáldatalið stækkar


Kari Ósk Grétudóttir er nýjasti meðlimur Skáldatalsins. Hún útskrifaðist frá myndlistardeild Listaháskóla Íslands árið 2007 og hefur auk þess lært listfræði, kennslufræði og málaralist. Kari býr og starfar í Osló þar sem hún kennir börnum og unglingum myndlist. Fyrsta ljóðabók hennar, Les birki, kom út í fyrra. Áður hafði hún skrifað leikritið Karma fyrir fugla ásamt Kristínu Eiríksdóttur sem sýnt var í Þjóðleikhúsinu árið 2013 í leikstjórn Kristínar Jóhannesdóttur. Kari hefur auk þess birt greinar og texta bæði um myndlist og ljóð í ýmis tímarit.


Við bjóðum Kari hjartanlega velkomna í Skáldatalið.