• Guðrún Steinþórsdóttir

Skáldatalið stækkar


Hulda Sigrún Bjarnadóttir er nýjasti meðlimur Skáldatalsins. Hún byrjaði að skrifa skáldskap á ensku og sendi frá sér fjórar unglingabækur undir höfundarnafninu Rune Michaels á árunum 2007-2011. Í samvinnu við Arndísi Þórarinsdóttur skrifaði Hulda Sigrún skáldsöguna Blokkin á heimsenda sem kom út í fyrra. Sagan er bæði frumleg og skemmtileg en í henni er tekist á við ýmis mikilvæg málefni eins og einmanaleika og loftslagsvá. Bókinni var afar vel tekið en hún hlaut bæði Íslensku bókmenntaverðlaunin og Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur.


Við bjóðum Huldu Sigrúnu hjartanlega velkomna á Skáld.is.