• Guðrún Steinþórsdóttir

Skáldatalið stækkarTanja Rasmussen hefur bæst við skáldatalið. Fyrsta skáldverk hennar er nóvellan Undir yfirborðinu sem kom út vorið 2018 en sagan bar sigur úr býtum í handritasamkeppninni Nýjar raddir sama ár.


Tanja hefur birt ljóð í Tímariti Máls og menningar og menningartímaritinu Skandala en auk ritstarfa hefur hún fengist við ýmislegt bókmenntatengt til að mynda setið í ritstjórn Skandala, rekið eigið bókaforlag, tekið þátt í að stýra bókaklúbbi eldri borgara og verið þáttastjórnandi í bókmenntahlaðvarpinu Listin og lífið.


Við bjóðum Tönju velkomna á Skáld.is.