• gus2605

Skáldatalið stækkarBerglind Ósk Bergsdóttir hefur bæst við skáldatalið. Hún sendi frá sér ljóðabókina Berorðað árið 2016 og á auk þess sögu í smásagnasafninu Þægindarammagerðin, sem kom út nú í ár, og örsögur í bókunum Hefðir og Heima. Smásögur, ljóð og þýðingar eftir Berglindi Ósk hafa birst í tímaritum og á vefnum. Síðastliðið vor hlaut ljóð hennar, Hlutskipti, viðurkenningu í ljóðasamkeppni Júlíönu – hátíð sögu og bóka.


Við bjóðum Berglindi Ósk hjartanlega velkomna á Skáld.is.