• Steinunn Inga Óttarsdóttir

Skáld nr 365


Mynd: Rúv

Skáld dagsins sem nú bætist í vort skáldatal, er Ásdís Jenna Ástráðsdóttir, sem síðar vildi láta tala um sig í karlskyni og tók sér nafnið Blær Ástráður Stefán. Skáldið lést í janúar sl. 51 árs að aldri og lét eftir sig eiginmann og ungan son. Ásdís Jenna var barnabarn og nafna Jennu Jensdóttur skáldkonu.


Árið 1990 sendi Ásdís / Blær frá sér einkar fallega og einlæga ljóðabók, þar sem m.a. er að finna þetta ljóð:


Að sigra

Stundum kemur örvæntingin til mín

eins og refsinorn

og öskrar í eyru mín:

Þú getur ekki gengið

þú getur ekki notað

hendur þínar


Þegar sorgin sker hjarta mitt

heyri ég hlýja rödd hvísla:

Hugur þinn skynjar heiminn

í sárustu sorg og dýpstu gleði.


Og ég finn kærleika umvefja mig

í nálægð vina minna

eins og stjörnur jóla

sem lýsa sáttfúsum augum okkar.

Og lífsgleði mín kemur á ný og sigrar.Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband